Copertina del podcast

Hæglætishlaðvarpið

  • 21. þáttur - Hæglæti og hlustun - Þóra og Anni Haugen

    1 APR 2024 · Í 21. þætti Hæglætishlaðvarpsins eiga þær samtal Þóra Jónsdóttir, stjórnarkona í Hæglætishreyfingunni og Anni Haugen, félagsráðgjafi sem er hætt störfum. Anni starfaði lengi við barnaverndarþjónustu og við kennslu í félagsráðgjöf. Þóra lýsir Anni sem fyrirmynd sinni sem hæglætis"lífveru", í upphafi þáttar, en Anni lifir hæglætislífi ásamt eiginkonu sinni í sveitasælu í miðri Reykjavík. Anni og Þóra ræða saman um hlustun og hæglæti og hvernig þetta tvennt spilar saman. Anni segir hlustun mjög mikilvæga í öllum samskiptum, þegar við þjónum eða aðstoðum hvort annað. Og til þess að geta verið flink að hlusta þarf hæglæti og rými til að vera vel til staðar og sitja vel í sjálfu sér. Við mælum með hlustun. 
    Ascoltato 1 h 2 min. 39 sec.
  • 20. þáttur - Hæglæti, ADHD og jóga nidra - Ingibjörg Ólafs og Sigrún Jónsdóttir

    1 MAR 2024 · Í þessum 20. þætti Hæglætishlaðvarpsins er Sigrún Jónsdóttir, ADHD- og einhverfumarkþjálfi og jóga nídra kennari gestur okkar. Í samtali við Ingibjörgu Ólafsdóttur segir hún frá ferðalagi sínu í gegnum þrot sem hún tengir mikið við sín ADHD einkenni í gegnum árin, sem voru aðallega ofvirkni, vinnusemi, streituvaldandi vinnuumhverfi í fjölmörg ár sem þroskaþjálfi, en líka framkvæmdagleði, ofvirkur hugur og hvatvísi. Allt vissulega jákvæðir eiginleikar, en geta líka valdið heilsubresti ef mikið ójafnvægi er á milli umhverfis og þessara eiginleika. Sigrún fræðir okkur um ADHD sem og jóga nídra sem áhrifamikla leið til að öðlast hina nauðsynlegu ró og djúpslökun, og lýsir ferðalagi sínu á skemmtilegan hátt frá því að finnast allt sem tengdist hæglæti bæði hundleiðinlegt og afar óspennandi, til þess að finnast það nauðsynlegt og sér afar hugleikið. Því eins og þær fjalla um, þó að tilhugsunin fyrir mörg okkar um að hægja á virki ögrandi og óþægileg, til hvers að eiga kraftmikinn sportbíl ef þú ræður ekki við hestöflin? Ef öll orkan fer í að halda honum á veginum og hættan er afar mikil á því að lenda út af og úti í skurði? Til að læra meira um Sigrúnu má fara inn á www.miro.is eða finna Míró markþjálfun og ráðgjöf á https://www.facebook.com/miromarkthjalfunogradgjof og https://www.instagram.com/mirocoach/
    Ascoltato 53 min. 32 sec.
  • 19. þáttur - Hæglæti og sköpunargleði - Bjarney Kristrún og Birna Dröfn

    1 FEB 2024 · Sköpunargleðifræðingurinn Birna Dröfn Birgisdóttir og Bjarney Kristrún Haraldsdóttir, stjórnarkona Hæglætishreyfingarinnar, spjalla saman um hæglæti og sköpunargleði. Þær ræða meðal annars um hvað felst í sköpunargleði, hvernig hún tengist hæglæti, hvernig er að efla sköpunargleði, hvernig takmarkanir geta reynst jákvæðar við sköpunargleðiferli og hvaða áskoranir geta verið til staðar. #haeglaeti #sköpunargleði #hugmyndir #einkaritarinn #göngufundir #skapandilausnir #dagbokarskrif #thjalfunhugans #adhugsautfyrirkassann #adhugsainnankassans #nyskopun #ró #takmarkanir #skapa #slowliving #creativity #imagination #walkmeetings #creatingsolution #restriction #diary #mindfulness #thinkingoutsidethebox #thinkinsidethebox Sjá meira um Sköpunargleði https://www.instagram.com/skopunargledi/, https://www.skopunargledi.is/, https://www.bulby.com/ og um Bjarney Kristrúnhttps://www.instagram.com/bjarneyharalds/https://www.instagram.com/ Hægt er að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni með því að skrá sig hér: https://www.haeglaeti.is/skr%C3%A1%C3%B0u-%C3%BEig-%C3%AD-f%C3%A9lagi%C3%B0
    Ascoltato 34 min. 47 sec.
  • 18. þáttur – Hæglæti og jólahátíðin – Nína og Bjarney Kristrún

    1 DIC 2023 · 18. þáttur – Hæglæti og jólahátíðin – Nína og Bjarney Kristrún Í þessum þætti Hæglætishreyfingarinnar spjalla þær Nína Jóns og Bjarney Kristrún um hæglæti og jólahátíðina. Þær ræða meðal annars um hæglæti á aðventunni, gjafainnkaup og öðruvísi gjafir, mikilvægi samveru við fjölskyldu og vini, jólahefðir, minningar og væntingar til jólanna. Sjá meira um Nínu Jónsdóttir hér:https://www.instagram.com/the.slow.living.mama/ og um Bjarney Kristrúnhttps://www.instagram.com/bjarneyharalds/ Hægt er að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni með því að skrá sig hér: https://www.haeglaeti.is/skr%C3%A1%C3%B0u-%C3%BEig-%C3%AD-f%C3%A9lagi%C3%B0
    Ascoltato 34 min. 50 sec.
  • 17. þáttur - Hæglæti og núvitund - Ingibjörg og Ragnhildur

    31 OTT 2023 · Fjölskyldufræðingurinn Ragnhildur Birna Hauksdóttur og Ingibjörg Ólafsdóttir, stjórnarkona Hæglætishreyfingarinnar, spjalla saman um núvitund. Ragnhildur hefur sérhæft sig í núvitund, áfallafræðum og taugavísindum. Ingibjörg kynntist og nýtti sér núvitund í bataferli sínu upp úr burnouti. Þær fjalla m.a. um kosti núvitundar fyrir heila og taugakerfi barna og fullorðinna, og áskoranir þess að ástunda núvitund. Hvað er núvitund og hvernig stundum við hana? Elur núvitund á FOMO? Erum við hrædd um að missa af lífinu því ,,lífið er núna”? Og hvað ef okkur tekst ekki að njóta í núinu? Af hverju er svona erfitt að hægja á? Getur núvitund hjálpað okkur að temja varnarkerfið okkar? Getur hún tamið villta hestinn innra með okkur sem kveikir sífellt á streitukerfi líkamans og dregur okkur stundum út í skurð? Getum við leyft erfiðum tilfinningum að fara sína leið án þess að trufla þær og stjórna flæði þeirra? Getum við verið forvitin um það sem er í stað þess að fara í dómarahlutverkið? Og hvað gerist með samskipti okkar við náungann og samkennd okkar í því samfélagsmiðlaumhverfi sem við höfum búið til? Um þetta og margt fleira fjalla þær sem og deila góðum ráðum og reynslu af ástundun núvitundar í daglegu lífi. Sjá meira um Ingibjörgu hér: https://www.haeglaeti.is/ingibjorgolafsdottir og um Ragnhildi hér https://www.facebook.com/RBirna
    Ascoltato 1 h 1 min. 35 sec.
  • 16. þáttur - Hæglæti og fjárhagsleg heilsa - Þóra Jóns

    26 SET 2023 · Í þættinum fjallar Þóra Jónsdóttir, stjórnarkona í Hæglætishreyfingunni um hvernig hæglæti getur hjálpað til við að bæta fjárhagslega heilsu. Hún segir frá eigin reynslu af því að hafa verið í heldur neikvæðri fjárhagslegri hegðun fyrri hluta fullorðinsáranna, en með hægara lífi lært að taka betri ákvarðanir og bætt fjárhagslega heilsu sína og fjölskyldunnar. Hún deilir góðum ráðum í átt að bættri fjárhagslegri heilsu. Þóra er fjölskyldumanneskja, lögfræðingur og ein af stofnendum Hæglætishreyfingarinnar. Sjá meira um Þóru hér: https://www.haeglaeti.is/thorajonsdottir.
    Ascoltato 34 min. 2 sec.
  • 15. þáttur - Hæglæti og samskipti - Þóra og Dögg Árnadóttir hjá SamskiptaRæktinni

    1 AGO 2023 · Í þessum þætti ræðir Þóra Jóns við Dögg Árnadóttur, nýja stjórnarkonu í Hæglætishreyfingunni. Dögg er lýðheilsufræðingur og viðskiptafræðingur, þriggja barna einstök móðir. Hún er að hefja starfsemi nýsköpunarhugmyndar sem ber heitið SamskiptaRæktin en hún veitir þjónustu fyrir fólk sem vill ástunda samskipti sem eru heilsurækt. Í samtali Þóru og Daggar birtast augljós jákvæð tengsl hæglætis og samskipta sem geta sannarlega verið heilsurækt ef þau fá rétta næringu og ef við lærum og þjálfum okkur í meðvituðum uppbyggjandi og jákvæðum samskiptum. Ávinningur hæglætis getur verið mikill fyrir félagsleg tengsl okkar og samskipti. Hlustið endilega og segið okkur hvernig ykkur líkar á miðlunum okkar, Hæglæti á Facebook og Instagram sem og í hópnum Hæglætishreyfingin á Facebook. Hægt er að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni með því að skrá sig hér: https://www.haeglaeti.is/skr%C3%A1%C3%B0u-%C3%BEig-%C3%AD-f%C3%A9lagi%C3%B0. SamskiptaRæktina má finna á Facebook og Instagram.
    Ascoltato 1 h 7 min. 53 sec.
  • 14. þáttur - Hæglæti og verkir - Bjarney Kristrún og Hekla Guðmundsdóttir

    20 FEB 2023 · Í 14. þætti Hæglætishlaðvarpsins spjalla Bjarney Kristrún og Hekla Guðmunds um hæglæti og króníska verki. Þær deila með hlustendum ýmsum bjargráðum til að draga úr krónískum verkjum. Hvernig geta þeir sem eru með króníska verki tileinkað sér hæglæti? Hver er gagnsemi þess að nýta hæglæti við iðkun æfinga og mikilvæg þess að setja sjálfan sig í fyrsta sæti? Munum að árangur tekur tíma og hve mikilvægt það er að draga úr kröfum á sjálfan sig og aðra.
    Ascoltato 53 min. 21 sec.
  • 13. þáttur - Hátíð í hæglæti II - Þóra og Guðrún Helga

    28 NOV 2022 · Í þessum þætti Hæglætishlaðvarpsins spjalla Þóra og Guðrún Helga um hæglæti yfir aðventuna og í aðdraganda jólanna, umhverfisvæn jól, jólaskreytingar, jólagjafir, jólahefðir og samveru með fjölskyldu. Líka um sjálfsumhyggju í aðdraganda jóla, um vonir og hóflegar væntingar og hvernig megi hlusta vel á og vera í athygli og meðvitund með fólkinu sínu á aðventunni. Hæglætishlaðvarpið er oftast tekið upp á netinu því aðstandendur búa vítt og breitt um heiminn. Þess vegna geta verið hljóðtruflanir en við látum það ekki á okkur fá og þökkum hlustendum fyrir þolinmæðina og skilninginn. Okkur þykir mest um vert að geta gert þættina og meira virði en að gera þá með fullkomnum hætti. Fullkomlega ófullkomið og lífrænt, það er best.
    Ascoltato 37 min.
  • 12. þáttur - Hæglæti og fjármál - Þóra og Nína

    1 OTT 2022 · Í þessum þætti fjalla Þóra og Nína um fjármál og hvernig hæglætislíf styður við heilbrigð fjármál. Í þættinum bendir Nína á bókina "The barefoot investor" eftir Scott Pape. www.barefootinvestor.com. Aðrir hlekkir á góð hlaðvörp um fjármál fyrir áhugafólk: Leitin að peningunum: https://open.spotify.com/show/2hM42oDmVZObrg2LFulz0G?si=c877b0f72778498c Peningakastið: https://open.spotify.com/show/3XUDkapGrOlgSNkcnN6UiJ?si=d76fa79bb27a4a62
    Ascoltato 1 h 2 min. 49 sec.

Hlaðvarp Hæglætishreyfingarinnar. Hæglætishreyfingin er hreyfing fólks sem hefur tileinkað sér eða hefur áhuga á að tileinka sér hæglæti (e. slow living, einnig simple-living). Hæglæti er svar við hraða og streitu...

mostra di più
Hlaðvarp Hæglætishreyfingarinnar. Hæglætishreyfingin er hreyfing fólks sem hefur tileinkað sér eða hefur áhuga á að tileinka sér hæglæti (e. slow living, einnig simple-living). Hæglæti er svar við hraða og streitu samfélagsins. Í hlaðvarpinu fjöllum við um hæglæti frá ýmsum hliðum og um leiðir til að tileinka sér hæglæti sem lífsstíl.

Lagið sem hljómar í bakgrunni heitir "Orð til þín" og er flutt af og er eftir Pálma Sigurhjartarson og Þóru Jónsdóttur.
mostra meno
Contatti
Informazioni

Sembra che non tu non abbia alcun episodio attivo

Sfoglia il catalogo di Spreaker per scoprire nuovi contenuti

Corrente

Copertina del podcast

Sembra che non ci sia nessun episodio nella tua coda

Sfoglia il catalogo di Spreaker per scoprire nuovi contenuti

Successivo

Copertina dell'episodio Copertina dell'episodio

Che silenzio che c’è...

È tempo di scoprire nuovi episodi!

Scopri
La tua Libreria
Cerca